Learning. Source: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/06/28/voldug_skafta/
„Skaftá er dálítið voldug núna,“ sagði Þorsteinn Kristinsson, lögreglumaður á Kirkjubæjarklaustri í samtali við mbl.is áðan. Hann segir rennslið í ánni enn vera að aukast en ekki farið að ógna neinu ennþá.
Þorsteinn á þó ekki von á því að hlaupið muni valda neinum skemmdum. „Helstu vegir sleppa líklega til, eða það sýnist mér svona enn sem komið er.“
Skaftárhlaup náði hámarki við Sveinstind í morgun og mun sennilega ná hámarki í byggð í kvöld eða nótt að sögn vatnamælingamanns hjá Veðurstofunni.