Mörgæsir er ættbálkur ófleygra fugla. Til eru sautján tegundir af mörgæsum. Mörgæsir eru ófleygar og lifa flestar í svalari hluta Suður-Íshafsins. Skrokkurinn er svartur á baki og hvítur að framan og þær hafa stutta en sterka fætur aftarlega á skrokknum. Talið er að mörgæsir eyði allt að þremur fjórðu hlutum ævi sinnar í sjó enda eru þær miklir sundgarpar. Mörgæsir eru kjötætur og fæða þeirra er aðalega lítil sjávardýr.
Keisaramörgæsin er stærst allra mörgæsa og eina mörgæsategundin sem makast um vetur á Suðurskautslandinu. Keisaramörgæsir éta aðallega átu og önnur krabbadýr, en einnig litla fiska og smokkfiska. Í sínu náttúrulega umhverfi lifa keisaramörgæsir yfirleitt í um 20 ár en geta orðið allt að 40 ára gamlar.