Íó er eftirtektaverðust vegna eldvirkni sinnar, en hún er eldvirkasti hlutur sólkerfisins. Líkt og gerist með eldfjöll á Jörðinni, gefa eldfjöllin á Íó frá sér brennistein og brennisteinsdíoxíð. Upphaflega var því haldið fram að hraunin á Íó væru gerð úr brennisteinssamböndum, en í dag er því haldið fram að mörg þeirra séu gerð úr kísilbráð eins og hraun Jarðarinnar.