Psst...

Do you want to get language learning tips and resources every week or two? Join our mailing list to receive new ways to improve your language learning in your inbox!

Join the list

Icelandic Script Request

adelie
Complete / 1379 Words
by Gudrun -

Komið þið sæl og verið velkomin í Ísland í dag. Hin umdeilda Ásdís Rán er stödd hér á landi í örstuttri heimsókn. Það var Helga Arnardóttir sem hitti Ásdísi og ræddi við hana um módelstörfin, glamúrinn og fjölskyldulífið. Ásdís Rán Gunnarsdóttir hefur verið búsett í Búlgaríu í rúmt ár og lék eiginmaður hennar Garðar Gunnlaugsson með úrvaldsdeildarliðinu Cska Sofia þar í landi en leitar nú á ný mið. Hún hefur komið sér vel fyrir úti í Búlgaríu með fjölskyldu sinni. Hún er nú í stuttri heimsókn á Íslandi og hlaðin fyrirsætuverkefnum. Við fengum að fylgjast með henni við undirbúning á tökum fyrir íslenska auglýsingu sem mikil leynd ríkir yfir. Hérna, akkúrat á þessu augnabliki þá er ég hérna í nokkra daga bara til þess að taka upp auglýsingar, sjónvarpsauglýsingar og myndatökur. En úti þá er ég bara að gera það svipað, ég meina ég er í myndatökum oft í viku. Það mesta sem ég geri er bara að vera mamma, með börnunum mínum og fjölskyldu minni en hérna svo er ég náttúrulega í þessum glamúrheimi og glamúrfyrirsætustörfum. Og, ég náttúrulega er búin að vera mikið í sjónvarpinu líka, að taka upp þessa, þennan raunveruleikaþátt og er að leggja drög núna að nýjum sjónvarpsþætti. Þessi þáttur sem ég er í núna heitir Football's wives og snýst svona um það í rauninni bara að elta uppi líf svona fótboltakvenna. Fyrir mig, þá er ég í stanslausu prógrammi í allskonar eventum og veislum og öðru bara sem ég þarf að mæta í til að halda ferlinu gangandi og ná í sambönd og svoleiðis, þetta gengur voðalega mikið út á þetta allt. (1.50)

by Gudrun -

En hvernig hefur þér verið tekið þarna úti? Bara alveg rosalega vel ég er alveg bara mjög ánægð með það. Ég er svona icon, ég er svona ung móðir sem á börn, get allt, vinn við það sem mig langar til er fyrirsæta og í sjónvarpi og er bara voðalega mikið bara að representa þessa ungu konu sem eltir draumana. Það er alveg bara, ég er alveg jafn vinsæl í Búlgaríu á meðal kvenna og karla sko. Við ræddum um mynd af þér, þú ert, þú situr fyrir nakin á myndum. Ertu með einhver mörk? Er eitthvað sem þú gerir ekki? Ég hérna, ég íhuga öll verkefni og ef, ef hérna fólkið á bakvið tökuna er gott og þetta er allt klassa efni þá náttúrulega íhuga ég það vel og ef það er vel borgað, þú veist, ég geri ekkert fyrir frítt í dag og ég tek í rauninni bara stærri, mjög vel launuð verkefni. Ég meina það er ekkert í dag ef að þú situr fyrir í Playboy eða einhverjum svona blöðum, þetta er orðið rosa venjulegt. Þetta var hérna fyrir nokkrum árum síðan voða svona.. þú veist en ég sat fyrir hérna nakin má segja á myndum fyrir Maxim en það sást ekki neitt. Þannig þetta er bara spurning um ef þetta er klassi eða eitthvað druslulegt og ég myndi aldrei gera neitt druslulegt. Þú ert þinn eiginn umboðsmaður, er það ekki? Jú, ég er það. Ég hef alltaf verið það. Ég hérna, tel mig geta gert þessa hlið best þannig ég hef ekkert þurft á því að halda. Það er sko, frekar flókið að fá mig í verkefni. Ég set fyrir alveg miklar og flóknar reglur sem fólk þarf að fara eftir og ef það tekur ekki þeim þá sleppi ég bara verkefninu frekar en að vera óviss um að það komi ekki góð útkoma. Þú ert búin að búa til markaðsvöruna Ásdísi Rán. Já, ég náttúrulega sko gífurlega markaðsvöruna tími sem ég hef eytt í ferilinn minn og þetta er rosalega margþætt. Ég er náttúrulega að gera fullt í einu, ég er að skrifa bæði fyrir blöð í Búlgaríu með mína eigin dálka og svo er ég að skrifa hérna fyrir Ísland líka. Ég passa að halda mér alltaf í blöðunum með einhverjum uppátækjum. Ef ég lýsi þessu rétt að fólk spyr mig kannski, finnst þér ekkert óþægilegt að hafa allt þetta umtal um þig og eitthvað svona, vont eða gott. Og það bara er bara þannig að þetta er það sem ég þarf, meðan það er talað um þig og því meira því betra og launin mín hækka, þú veist, ég fæ fleiri verkefni og verðið á mér hækkar alltaf smá saman eftir því sem fólkið þarna úti gefur mér meiri athygli. Það skiptir engu máli hvort hún sé góð eða vond. Sko, ég hérna eina manneskjan á Íslandi í þessum glamúrbransa. Ísland er pínulítið, alls staðar þá eru hundruð Ásdísar Ránar og þetta er ekkert merkilegt. Ég er eina manneskjan sem fólk getur nagað á í þessum bransa. Þannig að það er bara skiljanlegt að ég lendi kannski undir meira áreiti en einhverjir aðrir. En tekuru aldrei nærri þér, nú hefur þú vakið ofsalega hörð viðbrögð, mikið talað um þig á internetinu og þú hefur sagt ýmislegt til að ögra íslensku kvennfólki og öðrum. Hvernig tekuru gagnrýni? Ég er ekkert að ögra neninum kannski viljandi á einhvern slæman hátt, þetta er bara húmor. Og ég meina þeir sem skilja það ekki eru bara húmorslausir, þetta er bara allt gert í góðu gríni. Ég meina, til dæmis þetta Playboy viðtal sem ég var í, ég meina ef þú lest yfir það þá er það bara mjög fyndið og þú bara hlærð sko. Þetta er ekki eitthvað alvarlegt, ég meina mér finnst það bara.. Því var slegið upp að þú myndir frekar gera klám heima hjá þér, er þetta ekki bara stólpa grín sem þú ert að gera að sjálfum þér? Jú, þetta var bara svarið mitt við því að ég hef ekki áhuga á að horfa á klám og ég svaraði því þarna að ég myndi frekar gera mína eigin heimaútgáfu heldur en að eyða tíma í að horfa á klám almennt. Ert þú fyrirvinnan á þínu heimili? Eða svona að mestu? Nei, nei. Nei alls ekki. Ég meina maðurinn minn er náttúrulega fótboltamaður, hann er ekki með lið í augnablikinu en við bara gerum þetta saman. En ég er ekkert að sita á rassgatinu, að gera ekki neitt. Ég fæ alveg vel borgað, ég geri alveg mína vinnu. Þú leggur mikið upp úr útlitinu, hvernig verðu að því að vera svona, búin að eiga þrjú börn? Það er náttúrulega ætlast til þess af mér, þetta er það sem fylgir mínu starfi reyna að halda mér í formi og borða hollt og hugsa um sjálfan mig að ég líti vel út þannig að þú veist, ég er í því í þú veist fullri vinnu að halda mér í lagi líka til þess að geta haldið áfram mínum ferli eins lengi og hægt er. Svo þú veist, er ég makandi á mig einhverjum kremum alla daga og í einhverjum grenningartækjum sko. Það er alveg, þú veist allt lagt til. Hvernig með lýtaaðgerðir, hvaða viðhorf svona hefuru til þeirra? Ég meina, þessi spurning dvínir nú yfir mig í hvert skipti sem ég kem til landsins þannig að.. Ég er að sjálfsögðu ekkert á móti lýtaaðgerðum. Ég hef engan áhuga á að fara að breyta andlitinu á mér eða einhverju öðru en mér finnst allt í lagi að laga, ef þarf að laga. Ég meina eins og ég á þrjú börn og auðvitað ef ég myndi ekki laga á mér brjóstin væru þau náttúrulega bara niðri í gólfi núna. Hvernig er að vera mamma þarna úti og vera með fjölskyldu? Það er rosa fínt og krakkarnir fýla sig vel og ég meina það er rosa ódýrt að lifa þarna og þannig mér finnst sorglegt að flytja ef karlinn minn fer að vinna einhvers staðar annars staðar. Já, þú myndir vilja vera þarna? Já og þeir birta greinar af mér alveg daglega sko. Er Ásdís að fara eða ekki? Það er voða sorg í gangi þarna, fólk mikið að pæla í því hvort ég ætli virkilega að yfirgefa Búlgaríu eða ekki. Hvert stefninu? Hvert horfiru til framtíðar? Það eina sem ég get sagt er að ég stefni á toppinn. Hvað áttu við? Hvaða toppur, ég veit það ekki. Ég er svo, mínir hæfileikar eru á svo rosalega mörgum sviðum. Ég veit í rauninni ekkert hvar ég enda. Hvað dreymir þig um? Mér bara dreymir um að halda áfram að vera hamingjusöm með fjölskyldunni minni. Já, þar höfum við það.

Comments

Leave a comment

Note: this form is not for making a transcription. If you would like to transcribe this Script Request, please click the [ TRANSCRIBE ] button.

Overview

To make a new Audio Request or Script Request, click on Make a Request at the top of the page.

To record or transcribe for users learning your language, click on Help Others at the top of the page.

Recording and transcribing for other users will earn you credits and also move your own Requests ahead in the queue. This will help you get your requests recorded and/or transcribed faster.

Sponsored Links