Psst...

Do you want to get language learning tips and resources every week or two? Join our mailing list to receive new ways to improve your language learning in your inbox!

Join the list

Icelandic Audio Request

kaptengrot
1018 Words / 1 Recordings / 1 Comments
Note to recorder:

Normal speed please.

Mamma rekur leiðindin á burtu.

Veðrið var kalt og hríð úti.
Daddi varð að hírast í eldhúsinu við að smíða sér sleða.
Honum leiddist, því að hann var oftast úti alla daga.
Rökkrið færðist yfir.

Daddi fór inn í stofu til mömmu sinnar.
»Mamma mín! Viltu ekki segja mér sögu? Mér leiðst«, sagði Daddi.
»Sestu hérna í bekkinn hjá mér«, sagði mamma hans, »ég skal syngja fyrir þig vísuerindi um vorið. Þú verður fljótur að læra erindið og þá getur þú sungið það með mér.
Erindið er svona:

Hið blíða vor sig býr í skrúð
því bætt er vetrar mein;
á túni situr sóley prúð
og syngur fugl á grein.

»Hvað er skrúð, mamma?« spurði Daddi. »Það er skraut«, sagði mamma hans. »Í þessu erindi er átt við græna grasið og blómin og skógviðinn«.
»En hvað er vetrarmein?« spurði Daddi.
»Mein er það, sem illt er. Vetrarmein er til dæmis kuldinn og snjórinn og hungur, sem skepnur líða oft á veturna«, sagði mamma hans.
»Viltu syngja fleiri vísur, mamma?« spurði Daddi. »Já, en ég ætla að syngja þetta nokkrum sinnum fyrst« sagði mamma hans.
Fyrst söng hún ein, en svo fór Daddi að syngja með.
»Nú skal ég kenna þér þetta: Vorið er komið, og grundirnar gróa«, sagði mamma hans.
Hún hafði erindið yfir einu sinni og síðan söng hún það:

Vorið er komið, og grundirnar gróa,
gilin, og lækirnir fossa af brún;
syngur í runni, og senn kemnr lóa,
svanur á tjarnir, og þröstur í tún;
nú tekur hýrna um hólma og sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin fer;
hæðirnar brosa og hlíðarnar dala,
hóar þar smalinnn og rekur á ból;
lömbin sér una um blómgaða bala,
börnin sér leika að skeljum á hól.

Þegar mamma Dadda hafði sungið erindið nokkrum sinnum, fór hún að reyna, hvað hann kynni. Hann mundi nokkuð, en ekki kunni hann allt erindið.
Best mundi hann nöfnin á dýrunum, og þetta: börnin sér leika að skeljum á hól.
»Heldurðu ekki, að gaman væri fyrir þig að heyra fallega barnaþulu?« spurði mamma hans. »Hún er líka um vorið og blómin og fuglana eins og það, sem ég var að syngja. En ég get samt ekki sungið þuluna; það er ekkert lag til við hana.
Og nú skal ég fara með hana. — Hún er eftir Huldu, skáldið, sem kveðið hefir og skrifað svo margt fyrir börn«.
»Hvert ætlarðu að fara með þuluna, mamma?« spurði Daddi.
»Blessað flónið mitt. Það er kallað að fara með þulur og kvæði eða vísur, þegar maður les það eða hefir það yfir upphátt«, sagði mamma hans.
»Ég hefi aldrei heyrt það«, sagði Daddi.
»Jæja, ég skal þá lofa þér að heyra þuluna«, sagði mamma hans; »hún er svona:

Nú er snjórinn horfinn af Höfða og Leiti,
hlýr og kátur vindurinn syngur dag og nótt
um vængjaþyt og sólskin og blóm og berjareiti
og birtuna, sem Maí hefir til Vorlanda sótt.
Maí er ljúfur drengur
með fangið fullt af blómum
þeim fyrstu, sem að spretta
í brekkunni og mónum;
steinbrjótinn og lambagrasið
lætur hann anga,
lyngið undan snjónum
réttir blöðin græn;
þá fer gulu sóleyjuna
líka að langa
í ljósið og hún sest
út í túnið hýr og væn.
Fjalladrapinn grænkar
og gylltir humlar skína;
góði, litli Maí, hvað þú hefir falleg gull!
Gaman er að leika sér
við lækina þína,
hver laut er af blátæru snjóvatni full.
Hávellan er komin
aftur inn að strönd,
og erlan og lóan
kveðja Suðurlönd;
bráðum fljúga hóparnir
heim í Laugardal,
hreiður uppi í Vallmóum
ótal spóar flétta
— og ef þú sérð hann krumma,
sem eggjunum stal
frá urtinni í fyrra —
þá segðu honum þetta.
Ég spái hann verði smeykur
við spóanefin beitt,
spenni fjaðrabeltið
og segi ekki neitt
en hypji sig óðara,
út í Kvíslargil, —
þar á hann sér hreiður
við blásvart klettaþil.
Krummi, hann er vitur,
í vetur ég sá
hann vera að stríða hundunum,
sem ætluðu í hann að ná;
hann lést varla geta
lyft sér yfir svell, —
og Lubbi hljóp og elti hann,
en — fékk ei nema skell,
því flughált var undir,
en yfir krummi hló:
»Á — ertu ekki búinn
að fá af leiknum nóg?
Krunk, krunk!« — og seppa
hann sundur í háði dró.
Nú hætti ég, krummi minn,
að hugsa um þig,
því hlákan og lækirnir
eru að kalla á mig,
og farfuglarnir eru
fallegri en þú;
þeir fljúga um allt, og sumir ætla
að reisa hérna bú.
Systir, nú er Maríuerlan
sest við gluggann þinn;
hún syngur: »Ég skal spá,
komdu út með möttulinn!«
Systir opnar gluggann og segir, hýr og góð:
»Sæl og blessuð, velkomin!
Ertu ekki skelfing þreytt og móð?«
— Maríuerla mín, mín,
hvar er hún Svala systir þín?
Ég skal gefa þér möttul blá
ef þú vísar mér á
hvar ég vera á
í vor og í sumar, í vetur og í haust,
í vor og í sumar, í vetur og í haust«.

»Það er satt, sem þú sagðir, mamma, þetta er skemmtileg vísa«, sagði Daddi. »Mér finnst vorið vera að koma, þegar ég heyri þetta. Viltu lofa mér að heyra hana aftur?«
»Já, ég skal gera það«, sagði mamma hans, »en þetta er ekki kölluð vísa, heldur þula.
Þetta er vísa:

Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur;
haginn grænn og hjarnið kalt
hennar ástum tekur.

Kanntu þessa vísu?«
»Þær eru tvær, vísurnar, mamma mín, og ég kann þær báðar. Pabbi kenndi mér þær í vetur, þegar við sáum sólina skína í fyrsta skiptið eftir nýárið«, sagði Daddi:
»Ég skal lofa þér að heyra hina vísuna. Hún er svona:

Geislar hennar út um allt
eitt og sama skrifa
á hagann grænan, hjarnið kalt:
himneskt er að lifa.

En mamma! Viltu lofa mér að heyra þuluna á hverju kvöldi, þangað til vorið kemur?«
»Ég skal hafa hana yfir á hverju kvöldi, þangað til þú ert búinn að læra hana«, sagði mamma hans. »En þá verður ennþá nokkuð til vors, vona ég. —
Kveiktu nú fyrir mig. Ég þarf að gera við sokkana þína. Eru ekki öll leiðindin rokin í burtu?«
»Jú, mamma mín. Þetta var reglulega skemmtilegt kvöld«, sagði Daddi.
Og mamma hans fékk koss.

Recordings

  • Mamma rekur leiðindin á burtu ( recorded by Gudrun ), Sunnlenskur

    Download Unlock
    Corrected Text
    more↓

    Mamma rekur leiðindin á burtu.

    Veðrið var kalt og hríð úti.
    Daddi varð að hírast í eldhúsinu við að smíða sér sleða.
    Honum leiddist, því að hann var oftast úti alla daga.
    Rökkrið færðist yfir.

    Daddi fór inn í stofu til mömmu sinnar.
    »Mamma mín! Viltu ekki segja mér sögu? Mér leiðst«, sagði Daddi.
    »Sestu hérna í bekkinn hjá mér«, sagði mamma hans, »ég skal syngja fyrir þig vísuerindi um vorið. Þú verður fljótur að læra erindið og þá getur þú sungið það með mér.
    Erindið er svona:

    Hið blíða vor sig býr í skrúð
    því bætt er vetrar mein;
    á túni situr sóley prúð
    og syngur fugl á grein.

    »Hvað er skrúð, mamma?« spurði Daddi. »Það er skraut«, sagði mamma hans. »Í þessu erindi er átt við græna grasið og blómin og skógviðinn«.
    »En hvað er vetrarmein?« spurði Daddi.
    »Mein er það, sem illt er. Vetrarmein er til dæmis kuldinn og snjórinn og hungur, sem skepnur líða oft á veturna«, sagði mamma hans.
    »Viltu syngja fleiri vísur, mamma?« spurði Daddi. »Já, en ég ætla að syngja þetta nokkrum sinnum fyrst« sagði mamma hans.
    Fyrst söng hún ein, en svo fór Daddi að syngja með.
    »Nú skal ég kenna þér þetta: Vorið er komið, og grundirnar gróa«, sagði mamma hans.
    Hún hafði erindið yfir einu sinni og síðan söng hún það:

    Vorið er komið, og grundirnar gróa,
    gilin, og lækirnir fossa af brún;
    syngur í runni, og senn kemur lóa,
    svanur á tjarnir, og þröstur í tún;
    nú tekur hýrna um hólma og sker,
    hreiðra sig blikinn og æðurin fer;
    hæðirnar brosa og hlíðarnar dala,
    hóar þar smalinnn og rekur á ból;
    lömbin sér una um blómgaða bala,
    börnin sér leika að skeljum á hól.

    Þegar mamma Dadda hafði sungið erindið nokkrum sinnum, fór hún að reyna, hvað hann kynni. Hann mundi nokkuð, en ekki kunni hann allt erindið.
    Best mundi hann nöfnin á dýrunum, og þetta: börnin sér leika að skeljum á hól.
    »Heldurðu ekki, að gaman væri fyrir þig að heyra fallega barnaþulu?« spurði mamma hans. »Hún er líka um vorið og blómin og fuglana eins og það, sem ég var að syngja. En ég get samt ekki sungið þuluna; það er ekkert lag til við hana.
    Og nú skal ég fara með hana. — Hún er eftir Huldu, skáldið, sem kveðið hefir og skrifað svo margt fyrir börn«.
    »Hvert ætlarðu að fara með þuluna, mamma?« spurði Daddi.
    »Blessað flónið mitt. Það er kallað að fara með þulur og kvæði eða vísur, þegar maður les það eða hefir það yfir upphátt«, sagði mamma hans.
    »Ég hefi aldrei heyrt það«, sagði Daddi.
    »Jæja, ég skal þá lofa þér að heyra þuluna«, sagði mamma hans; »hún er svona:

    Nú er snjórinn horfinn af Höfða og Leiti,
    hlýr og kátur vindurinn syngur dag og nótt
    um vængjaþyt og sólskin og blóm og berjareiti
    og birtuna, sem Maí hefir til Vorlanda sótt.
    Maí er ljúfur drengur
    með fangið fullt af blómum
    þeim fyrstu, sem að spretta
    í brekkunni og mónum;
    steinbrjótinn og lambagrasið
    lætur hann anga,
    lyngið undan snjónum
    réttir blöðin græn;
    þá fer gulu sóleyjuna
    líka að langa
    í ljósið og hún sest
    út í túnið hýr og væn.
    Fjalladrapinn grænkar
    og gylltir humlar skína;
    góði, litli Maí, hvað þú hefir falleg gull!
    Gaman er að leika sér
    við lækina þína,
    hver laut er af blátæru snjóvatni full.
    Hávellan er komin
    aftur inn að strönd,
    og erlan og lóan
    kveðja Suðurlönd;
    bráðum fljúga hóparnir
    heim í Laugardal,
    hreiður uppi í Vallmóum
    ótal spóar flétta
    — og ef þú sérð hann krumma,
    sem eggjunum stal
    frá urtinni í fyrra —
    þá segðu honum þetta.
    Ég spái hann verði smeykur
    við spóanefin beitt,
    spenni fjaðrabeltið
    og segi ekki neitt
    en hypji sig óðara,
    út í Kvíslargil, —
    þar á hann sér hreiður
    við blásvart klettaþil.
    Krummi, hann er vitur,
    í vetur ég sá
    hann vera að stríða hundunum,
    sem ætluðu í hann að ná;
    hann lést varla geta
    lyft sér yfir svell, —
    og Lubbi hljóp og elti hann,
    en — fékk ei nema skell,
    því flughált var undir,
    en yfir krummi hló:
    »Á — ertu ekki búinn
    að fá af leiknum nóg?
    Krunk, krunk!« — og seppa
    hann sundur í háði dró.
    Nú hætti ég, krummi minn,
    að hugsa um þig,
    því hlákan og lækirnir
    eru að kalla á mig,
    og farfuglarnir eru
    fallegri en þú;
    þeir fljúga um allt, og sumir ætla
    að reisa hérna bú.
    Systir, nú er Maríuerlan
    sest við gluggann þinn;
    hún syngur: »Ég skal spá,
    komdu út með möttulinn!«
    Systir opnar gluggann og segir, hýr og góð:
    »Sæl og blessuð, velkomin!
    Ertu ekki skelfing þreytt og móð?«
    — Maríuerla mín, mín,
    hvar er hún Svala systir þín?
    Ég skal gefa þér möttul blá
    ef þú vísar mér á
    hvar ég vera á
    í vor og í sumar, í vetur og í haust,
    í vor og í sumar, í vetur og í haust«.

    »Það er satt, sem þú sagðir, mamma, þetta er skemmtileg vísa«, sagði Daddi. »Mér finnst vorið vera að koma, þegar ég heyri þetta. Viltu lofa mér að heyra hana aftur?«
    »Já, ég skal gera það«, sagði mamma hans, »en þetta er ekki kölluð vísa, heldur þula.
    Þetta er vísa:

    Blessuð sólin elskar allt,
    allt með kossi vekur;
    haginn grænn og hjarnið kalt
    hennar ástum tekur.

    Kanntu þessa vísu?«
    »Þær eru tvær, vísurnar, mamma mín, og ég kann þær báðar. Pabbi kenndi mér þær í vetur, þegar við sáum sólina skína í fyrsta skiptið eftir nýárið«, sagði Daddi:
    »Ég skal lofa þér að heyra hina vísuna. Hún er svona:

    Geislar hennar út um allt
    eitt og sama skrifa
    á hagann grænan, hjarnið kalt:
    himneskt er að lifa.

    En mamma! Viltu lofa mér að heyra þuluna á hverju kvöldi, þangað til vorið kemur?«
    »Ég skal hafa hana yfir á hverju kvöldi, þangað til þú ert búinn að læra hana«, sagði mamma hans. »En þá verður ennþá nokkuð til vors, vona ég. —
    Kveiktu nú fyrir mig. Ég þarf að gera við sokkana þína. Eru ekki öll leiðindin rokin í burtu?«
    »Jú, mamma mín. Þetta var reglulega skemmtilegt kvöld«, sagði Daddi.
    Og mamma hans fékk koss.

Comments

kaptengrot
Feb. 6, 2014

Thanks so much! Your recording is also of fairly good quality compared to some other people who have recorded for me (they had muffled voices and lots of static, etc).

I typed the text up from a book and didn't check it over for typos, I guess I should have... Thanks for correcting!!

Overview

You can use our built-in RhinoRecorder to record from within your browser, or you may also use the form to upload an audio file for this Audio Request.

Don't have audio recording software? We recommend Audacity. It's free and easy to use.