Psst...

Do you want to get language learning tips and resources every week or two? Join our mailing list to receive new ways to improve your language learning in your inbox!

Join the list

Icelandic Audio Request

adelie
215 Words / 1 Recordings / 0 Comments

Í fremsta sal sýningarinnar er brugðið ljósi á menningarlegt og sögulegt hlutverk íslenskra miðaldahandrita og efnisins sem þau geyma fram til okkar daga. Kvæðin og sögurnar eru meðal auðugustu heimilda um andlegt líf fólks í Norðurálfu fyrir kristni, uppspretta þekkingar og skemmtunar við konungshirðir og á alþýðuheimilum. Ritmenningin sem kirkjan flutti gerði kleift að skrá þessa þekkingu við hlið nýrrar með skipulegum hætti. Ritaðar voru frásagnir um hvernig land var numið og féll í hlut ættum og einstaklingum, lagatextar voru skráðir og á grunni fræða sem lifað höfðu í síbreytilegri mynd á manna vörum urðu til sígild bókmenntaverk. Þessi menningararfur hafði víðtæk áhrif, m.a. á Norðurlöndum, Þýskalandi og í löndum enskumælandi þjóða. Þá eru myndir á sjónvarpsskjám sem segja frá handritasöfnun Árna Magnússonar og heimkomu fyrstu handritanna til Íslands 1971 og gestir hafa aðgang að tölvum með ríkulega myndskreyttu efni um goðafræðina auk fræðsluefnis um handritin. Í sérstökum sal er sýnt inn í heim bókagerðar á miðöldum; skinnaverkun, bleksuðu og gerð lita úr litasteinum auk þess sem brugðið er upp sýnishorni af þeim aðstæðum sem bókagerðarmenn og skrifarar bjuggu við á miðöldum, sýnd tæki, tól og efniviður, sem var nauðsynlegt til handritagerðar, auk sýnishorna af rithöndum frá miðri 12. öld og fram undir miðja 19. öld. Lesa má um nokkur þekkt handrit á síðu stofnunarinnar.

Recordings

Comments