Frá fornu fari hafa heiðnir menn haldið jól við vetrarsólhvörf þegar sólin tekur að hækka á lofti og dag að lengja. Jólin eru tímamót nýs upphafs, nýs árs og friðar. Flest öll tákn jólanna eru upprunnin úr heiðnum sið. Kristnir menn hafa fengið þessa hátið lánaða hjá okkur, nafn hennar, siði og umgjörð en kalla hana að auki fæðingarhátið guðs síns. Okkur heiðingjum er sönn ánægja að leyfa öðrum að njóta með okkur ljóssins, undir hvaða formerkjum sem það er.