Mið-Afríkulýðveldið er landlukt land í Mið-Afríku, með landamæri að Tsjad í norðri, Súdan í austri, Kongó og Lýðveldinu Kongó í suðri og Kamerún í vestri. Landið liggur rétt norðan við miðbaut, á milli vatnasviðs Kongófljóts, Tsjadvatns og vatnasviðs Hvítu Nílar. Áður var það frönsk nýlenda sem hét Oubangui-Chari og var stjórnað út frá hagsmunum franskra plantekrueigenda. Fyrstu þrjá áratugina eftir að landið fékk sjálfstæði 1960 var það undir herforingjastjórnum. Borgaraleg stjórn tók við völdum 1993.