Psst...

Do you want to get language learning tips and resources every week or two? Join our mailing list to receive new ways to improve your language learning in your inbox!

Join the list

Icelandic Audio Request

adelie
149 Words / 1 Recordings / 0 Comments

Íslenski hesturinn er hestakyn sem er skylt norska lynghestinum og er af mongólskum uppruna. Víkingar fluttu með sér meðal annars skandinavíska hesta þegar þeir settust að á Íslandi fyrir meira en 1000 árum síðan. Íslenski hesturinn er ekki hár í loftinu miðað við mörg önnur hestakyn en aftur á móti er hann óvenju sterkbyggður, heilsuhraustur, þrautseigur og veðurþolinn. Íslenski hesturinn státar af jafnaðargeði og vingjarnlegu eðlisfari og fyrir það hefur hann aflað sér mikillar aðdáunar. Einnig er hann sterkari á taugum heldur en mörg stærri hestakyn. Algengt er að íslenski hross nái 25 til 27 vetra aldri án heilsubrests, en þau getur orðið yfir 30 vetra. Hestar eru félagsverur og vilja vera á beit með öðrum hestum. Íslenskir hestar gera ekki miklar kröfur til fóðurs eða húsaskjóls. Innflutningur hesta til landsins er bannaður vegna sóttvarna og hefur íslenski hesturinn verið einangraður í langan tíma og þróast frá landnámi Íslands.

Recordings

  • Íslenski hesturinn ( recorded by jopote ), US: Mid-Atlantic / Iceland: Northern

    Download Unlock

Comments