Psst...

Do you want to get language learning tips and resources every week or two? Join our mailing list to receive new ways to improve your language learning in your inbox!

Join the list

Icelandic Audio Request

adelie
146 Words / 0 Recordings / 0 Comments

2. Íslensk fjölskylda

Páll og Dísa eru hjón. Þau eiga þrjú börn, eina dóttur og tvo syni. Stelpan heitir Ása og er tólf ára gömul. Strákarnir heita Jón og Siggi. Hvor er eldri? Jón er tíu ára gamall, en Siggi átta ára.

Ása, Jón og Siggi eru systkini. Páll er pabbi (faðir) þeirra og Dísa mamma (móðir) þeirra. Þau eru foreldrar þeirra. Páll er (eigin) maður Dísu og Dísa er (eigin) kona Páls. Þau búa í litlu húsi í Reykjavík.

Þau Ása, Jón og Siggi eru öll í skólanum á daginn. Þau fara snemma á morgnana í skólann og koma heim eftir hádegið. Þá eru þau ein heima, því að pabbi þeirra og mamma vinna bæði úti. Pabbi þeirra er kennari, en mamma þeirra er hjúkrunarfræðingur. Það er algengt að báðir foreldrar vinni úti, amk að hluta til. Það er erfitt að lifa af einum launum.

Recordings

No Recordings yet

Comments