Miguel á heima í Mexíkó. Hann er 18 ára og er nýbyrjaður í háskóla. Þetta er venjulegur dagur hjá honum. Hann vaknar klukkan hálf sex á morgnana. Hann er í skólanum frá klukkan sjö til klukkan níu. Þegar skólinn er búinn fer hann í vinnuna. Hann vinnur í skartgripaverslun föður síns. Hann vinnur þar frá klukkan tíu til tvö. Þá fer hann heim að borða. Klukkan fjögur fer hann aftur í skólann og er þar til klukkan sjö.