Íó er innst þeirra fjögurra tungla reikistjörnunnar Júpíters sem kennd eru við og uppgötvuð (í janúarmánuði árið 1610) af Galíleó Galílei. Tunglið er nefnt eftir Íó, sem var ein margra elskenda Seifs í grískri goðafræði (Seifur er þekktur sem Júpíter í rómverskri goðafræði).